fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Að brjóta land undir auðn

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. september 2007 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

videy.jpg

Í Blaðinu er haft eftir Yoko Ono, samkvæmt AP frétt, að hún vilji að plantað verði trjám við friðarsúluna í Viðey.

Blaðið ber þetta undir forstöðukonu Höfuðborgarstofu. Það er greinilegt að kemur nokkuð fát á hana.

Hún ber þetta til baka. Það stendur ekki til að hrófla við landslaginu í Viðey.

En auðvitað eru þetta óþarfa áhyggjur. Viðey er ekki ósnortið víðerni fremur en Lækjartorg. Þarna stóðu verksmiðjur fram á síðustu öld.

Svo féll það í eyði. Og þá er staðinn vörður um auðnina eins og það sé náttúrulegt ástand eyjarinnar. Eins og það sé ekki næg auðn á Íslandi.

Við þurfum altént ekki að brjóta nýtt land undir auðnir.

Myndin er af málverki eftir Ragnar Bjarnason og sýnir Viðey eins og hún leit út frá Kleppsholtinu snemma á síðustu öld. Þarna má sjá þorpið þar sem Milljónafélagið hafði fiskvinnslu sína. Um myndina segir á þessum vef:

„Ég vann í Kleppsholtinu á þessum árum, fékk þarna vinnu eina viku í mánuði … atvinnubótavinna hjá bænum. Þarna vann ég við vegabætur og stundum vorum við að taka saman grjót sem átti að nota í ýmislegt, eins og steypu eða húsgrunna. Þá fékk ég einu sinni þá hugmynd að mála útsýnið þarna.

Kleppsholtið er hér næst á myndinni, og við sjáum yfir í Viðey og Esjuna.

Mikil byggð var í Viðey sem nú er horfin … Þegar ég málaði myndina þá voru bryggjurnar farnar… ég vann í Viðey við uppskipun á fiski, einhvern tímann eftir 1930, löngu áður en ég málaði þessa mynd. Þá var þar heilmikil útgerð, gerðir út 5 eða 6 togarar og þarna voru miklar hafskipabryggjur … og undir barðinu voru fiskverkunarhús. Það voru kannski tveir eða þrír togarar í einu að losa … og það komu bæði salt og kolaskip. Fiskurinn var þurkaður og full unninn í Viðey …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur