fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Family

Egill Helgason
Föstudaginn 21. september 2007 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem er skemmtilegt við stjórnmálin – og lífið – er hvað er erfitt að gera plön. Hvernig hlutir fara í allt aðra átt en ætlunin var. Á sjötta og sjöunda áratugnum opnuðu listaskólar út um allt Bretlandi – það varð að finna eitthvað að gera fyrir baby boom kynslóðina. Námið í þessum skólum var frekar laust í reipunum og frjálslegt. Í þá fór alls kyns ungt fólk – sumt á lausum kili. Meðal annars ungur maður að nafni John Lennon.

Þessir skólar urðu sérstök gróðrarstía bresku tónlistarbylgjunnar sem varð til upp úr 1960. Breska poppið bar hróður landsins víða, gerði það að tískufyrirbæri, skaffaði fullt af túristum, það hefur verið gróðavænleg söluvara æ síðan.

Þannig getur stundum borgað sig að leggja peninga í menntun sem virðist óarðbær. Maður veit aldrei.

Hér er ein svona listaskólahljómsveit, því miður er hún hálfgleymd en hún var nokkuð stór á sínum tíma. Hún var frá borginni Leicester. Ég man að þegar ég var strákur lagði sjónvarpið heilan þátt undir hana í kvölddagskrá – sem var ekki algengt á þeim árum.

Family hefur reyndar stundum verið nefnd besta hljómsveitin sem aldrei sló í gegn. Þá er sjálfsagt átt við í Ameríku. Líka vanmetnasta hljómsveit allra tíma. Söngvarinn er engum líkur – hann heitir Roger Chapman, kallaður Chappo:

[youtube=http://youtube.com/watch?v=vdGTXcRyiKI&mode=related&search=]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum