Samson – les Björgólfar – hafa uppi áform um að byggja verslunarmiðstöð og íbúðir á svokölluðum Barónsreit sem nær frá Laugavegi alla leið niður að Skúlagötu. Þetta eru stórar hugmyndir, en eftir því sem ég hef séð glæsilegar. Ættu að geta lyft þessu heldur hrörlega svæði úr niðurlægingu.
Sömu aðilar eru samkvæmt fréttum reiðubúnir að selja Listaháskólanum lóð undir nýbyggingu við Hverfisgötu. Það eru líka góðar fréttir. Skólinn á ekki heima úti í Vatnsmýri þar sem ríkið úthlutaði honum lóð – og það veit rektor hans mæta vel.
Ég sé ekki betur en að þetta sé allt hið besta mál.