Davíð Logi Sigurðsson er ekki sammála mér um að það sé heimóttarskapur hjá Sigurjóni bankastjóra að vilja að fólkið fari að tala ensku í bönkunum á Íslandi.
Sjálfsagt er að halda til haga ábendingu Davíðs um að þessi orð hafi ekki fallið á fundi heldur í samtali þeirra Sigurjóns.
Hins vegar stend ég við að þetta sé heimóttarskapur hreinn og tær. Reyndar svo mikill heimóttarskapur að minnir helst á Bör Börson – ef einhver man þá eftir þeirri gömlu sögu.
Hún var lesin í útvarpið, en það var raunar fyrir mína tíð.