Það væri forvitnilegt að vita hvaða sjálfstæðismenn titra vegna orða viðskiptaráðherrans um krónuna – það er eiginlega nauðsynlegt að komast að því til að fréttin verði skiljanleg.
Umræðan er komin býsna víða. Hún er ekki bara í viðskiptalífinu, heldur líka hér og hér á vef sem er ritstýrt af tilvonandi formanni SUS en stofnaður af núverandi formanni og fóstursyni Geirs Haarde.
Þetta er nefnilega orðið mainstream – ekki bara út í einhverjum jaðri stjórnmálanna.