fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Lélegt úthald flokks og forystukonu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. september 2007 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

anna_pala.jpg

Sóley Tómasdóttir skrifar um framboð Önnu Pálu Sverrisdóttur til formennsku í Félagi ungra jafnaðarmanna á bloggi sínu og kemst að þeirri niðurstöðu að hvorki sé hægt að taka hana né flokk hennar alvarlega. Það vanti úthaldið. Þetta sé eiginlega bara tómt grín. Stjórnmálaskýring Sóleyjar er kostuleg – en felur meðal annars í sér að í Samfylkingunni séu ekki alvöru femínistar.

Úr því mun seint fást skorið hvor vinstri flokkanna sé sönn höfuðkirkja femínismans. Stór hluti kvennanna í Samfylkingunni var reyndar búinn að starfa árum saman í Kvennalistanum, en Vinstri grænir voru óneitanlega fyrri til að lýsa því yfir að þeir séu „femínískur flokkur“:

„Pála frænka mín er ekkert sérstaklega virk í pólítík. Þess vegna er kannski skrítið að líkja heilum stjórnmálaflokki við hana, en samlíkingin er þó augljós þegar betur er að gáð.

Þegar við vorum litlar æfðum við Pála skíði. Eða þannig. Pála mætti reyndar bara ef eitthvað skemmtilegt var á döfinni. Æfði jafnvel heilu vikurnar fyrir Andrésar Andarleikana. Lítið þess á milli. Það var útpælt og skynsamlegt hjá henni, sér í lagi þar sem hún ætlaði sér aldrei stóra hluti í íþróttinni. Bara hafa gaman á meðan á gamninu stóð.

Hvað stjórnmálaflokkinn varðar, þá hlýtur hann að ætla sér eitthvað meira en að hafa gaman. Eðlilegt væri að álykta að stjórnmálaflokkur ætlaði sér að ná árangri og hafa áhrif á samfélagið. Til þess þarf þor, vilja og getu – í aðeins lengri tíma en einhverjar vikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla