Einhverjir karlar sem hafa keypt Apótekið í Austurstræti segja að þarna verði plötusnúðar, dans, eldhúsið fer út, það eigi að rífa allar innréttingar en þeir eru ennþá að velta fyrir sér hvað nafn staðarins verði?
Ætli megi ekki bóka að það verði eitthvað mega hallærislegt eins og Vox, Rex, Pravda, Oliver eða Boston?
Vandinn er að svona starfsemi á alls ekki heima í þessu húsi. Hún hefur líka þann mikla ókost þarna verður allt dautt á daginn – lífið verður eiginlega bara á kvöldin um helgar. Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur breytist í fyllerísbúllu.