fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Lífvana hnettir

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. september 2007 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

600px-jupiter.jpg

Ef maður horfir aðeins út í geiminn á alla hina ókunnugu lífvana hnetti skilur maður aðeins betur áhyggjurnar af koltvísýringsmengun andrúmsloftsins. Lífið veltur jú á loftinu og engu öðru. Hnettirnir í kringum okkur eru óbyggilegir vegna þess að þá vantar lofthjúp eins og okkar eða eru umluktir eiturgufum.

Því getur varla talist fráleitt að tileinka sér nokkra varúð ef hætta er á að við séum að spilla andrúmsloftinu þannig að jörðin verði lítt byggileg fyrir afkomendur okkar.

Nú er vitnað í Björn Lomborg, þann sem eitt sinn var í viðtali í Silfri Egils. Lomborg segir að við eigum fremur að einbeita okkur að öðrum vandamálum, eins og alnæmi og malaríu, frekar en hlýnun andrúmsloftsins.

Þetta minnir svolítið á kommana í gamla daga. Maður talaði við þá um Tékkó eða Ungó og þá sögðu þeir – en hvað með Vietnam eða blökkumennina í Bandaríkjunum? Það var aldrei hægt að tala um einn hlut í einu. Þið ættuð nú frekar að beina sjónum ykkar að öðrum vandamálum, sögðu þeir.

Víst skal svo böl bæta að benda á eitthvað annað.

En þetta útilokar auðvitað ekki hvað annað. Við getum reynt að draga úr losun á eiturgufum og verið samt á verði gagnvart malaríu og alnæmi.

Svo getur mannkynið reyndar verið dálítið sniðugt. Það verður mikill bisness í nýrri mengunarlausri tækni. Heilmikill bisness. Þeir sem trúa á hagvöxt öðru fremur ættu að skilja það.

* Myndin er af Júpíter, einni af hinum óbyggilegu plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið