Þetta er einhver heimskulegasta grein sem ég hef lesið. Hugsa sér að sé hægt að setja svona á prent.
Um daginn hitti ég mann sem rekur arkitektastofu. Hann sagði að eitt sinn hefðu ungir arkitektar sem sóttu um vinnu hjá honum spurt hver væri stefna stofunnar, hvað hún hefði gert, hvaða verkefni væru framundan.
Nú spyrðu þeir fyrst hvað þeir fengju í laun og svo um eiginlega ekkert annað.
„Þetta er alveg hroðalegt,“ sagði maðurinn.
Björgvin Valur var með flottan pistil um þetta um daginn:
„Miskunnarlaus ágirnd er drifkraftur frjálshyggjusamfélagsins okkar. Þessi dauðasynd er orðin að dyggð í samfélagi sem hefur brenglað gildismati sínu svo gjörsamlega að rangt er orðið rétt. Horfin eru kærleikur, hógværð og miskunnsemi. Hámarks arðsemi er takmarkið og við látum okkur í léttu rúmi liggja hvernig því er náð.“