fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Snörp stjórmálaskýring séra Baldurs

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. ágúst 2007 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur blaðamaður á blaði sem hét NT – og var tilraun til að hleypa lífi í gamla Tímann – var Baldur Kristjánsson, nú séra í Þorlákshöfn, stjórnmálaskýrandi á stassjóninni. Hann átti marga fantagóða spretti.

Baldur rifjar upp gamla takta í pistli um Framsóknarflokkinn og fleira smálegt úr stjórnmálunum. Greinin ber yfirskriftina Leitin að framsóknarmönnum stigmagnast:

„Bjarni Harðarson heldur því fram hér á Moggablogginu að Perúindíánar séu Framsóknarmenn. Sama segir hann um Amazonindíána.. Bjarni fór alla leið til Perú að leita að Framsóknarmönnum greinilega og verður býsa vel ágengt að eigin dómi. Vonandi kvisast þetta ekki til þessara ættbálka, meðan hann er þar, hvað hann ætlar þessu fólki.“

Annars titlar Baldur sig sem „frjálslyndan jafnaðarmann“ á bloggi sínu. Þýðir það að hann hefur sagt skilið við Framsókn þar sem hann hefur alið mestallan pólitískan aldur sinn – nema auðvitað tímann þegar hann var í Framboðsflokknum ungur maður, sælla minninga?

En ef ég man rétt var Bjarni Harðar líka með okkur Baldri í vistinni hjá Framsókn á þessu merka blaði, NT. Það er dálítil framsókn í okkur öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum