Aðeins meira um skipulag.
Það líður að því að tónlistarhúsið fari að rísa úr jörðinni.
En þetta verður aldrei barn úr brók nema hraðbrautin fyrir framan það verði látin víkja. Borgaryfirvöld virðast bundin þessari umferðaræð furðulegum tilfinningaböndum – hvort sem það er D-listi eða R-lista flokkar.
En þetta er einfalt. Það er nauðsynlegt að grafa Geirsgötuna í jörðu. Var ekki einmitt verið að setja heimsmet í neðanjarðarborun austur við Kárahnjúka?