fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Braskað með borgina

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. ágúst 2007 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sumu leyti hlýtur maður að fagna áhuga peningamanna á miðborginni. Það sýnir að þeir trúa að eitthvað líf sé í þessu og verði áfram í framtíðinni. Maður hlýtur samt að velta fyrir sér hvað vaki fyrir auðmönnum sem eru að kaupa upp mörg hús í borginni og jafnvel heilu götulengjurnar? Skáka í skjóli fasteignasala sem beita fólk miklum þrýstingi til að selja.

Er planið að rífa húsin, byggja stórhýsi í staðinn og græða á því obboslega mikinn pening? Að hve miklu leyti stuðlar þetta að háu húsnæðisverði? Eða er gert af eintómri ást og umhyggju í garð borgarinnar? Á að gera upp gömlu húsin og selja eða leigja á eðlilegu verði?

Það hefur frést af miklum húsakaupum í kringum Hverfisgötuna. Vissulega má taka verulega til hendinni á því svæði – það er ógeðslegt. En það er ekki sama hvernig það er gert. Sprorin frá Lindargötunni hræða. Þar hafa verið unnin einhver hörmulegustu skemmdarverk sem maður hefur séð í borgarlandinu.

En kannski er þetta bara liður í því að bankarnir eignist allt í landinu. Þeir eiga hvort sem er húsnæðið sem við flest búum í, allavega þau okkar sem hafa tekið lán til margra áratuga á þeim vöxtum sem nú bjóðast.

Þar er eiginlega ekki hægt að tala um eign – frekar langtímaleigu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum