Helgi Sigurðsson fótboltamaður er í viðtali við Séð og heyrt. Hann talar um dvöl sína í Grikklandi en þar lék hann með liðinu Panaþinaikos. Segir að hún hafi verið „æðislegt ævintýri“.
Hann segir í líka að í Grikklandi sé „önnur menning og skemmtilegri lífsgæði“.
Ég get glatt Helga með því að margir muna eftir honum í Grikklandi. Nafn hans er oft nefnt við mig þegar ég segist vera Íslendingur.
Og um lífsgæðin í Grikklandi erum við Helgi alveg sammála.
Myndin hér að ofan sýnir skógareldana hörmulegu sem nú geisa á Pelopsskaga, í Attíku og á eyjunni Eviu. Neðarlega í horninu til hægri eru þrjár litlar eyjar. Sú minnsta er Folegandros þar sem ég dvel með fjölskyldu minni að sumarlagi. Þar eru sem betur fer engir eldar.