Þættinum hefur borist eftirfarandi bréf frá Baldri McQueen í Bretlandi:
„Eins einkennilegt og það er, hef ég aldrei orðið fyrir því að bætt sé ofan á skuld, eftir að ég flúði landið.
Hér í Bretlandi virðist upphæðin aldrei hækka. Vissulega fá menn hótunarbréf þar sem sagt er að skrúfað verði fyrir gasið/símann/rafmagnið eða hvað það er sem menn skulda, en aldrei hef ég séð höfuðstóllinn hækka.
Fékk meira að segja einu sinni lögfræðihótun – hún kostaði mig ekki neitt. Veit ekki alveg hvernig það virkar……hvort fyrirtækið greiði fyrir eða hvað. Þann reikning greiddi ég þrem mánuðum of seint – nákvæmlega sömu fjárhæð og upphaflegi reikningurinn hljóðaði upp á.
Nú hljóma ég eflaust eins og versti tossi og tek fram að þetta eru undantekningar hjá mér.
Eflaust er til eitthvað sem heitir dráttarvextir, en ég hef aldrei séð þá á reikningum.
Annars tek ég bara heilshugar undir efni pistilsins.“