Kjarasamningar eru framundan og það er skrítið ástand. Þeir hópar sem hafa tök á að skammta sér laun hafa hækkað svo rosalega að annað eins hefur ekki sést í þessu landi. Það er enginn forstjóri eða verðbréfasali svo aumur að hann sé ekki með að minnsta kosti tíu sinnum hærra kaup en meðaljóninn.
Nú stíga talsmenn þessara hópa fram og segja að ekki megi hækka kaupið hjá hinum því þá fari allt á hvolf.
En hækkanirnar eru orðnar svo miklar að það er engin leið að taka mark á þessu. Svona tal eins og hvað annað lélegt grín. Skilaboðin eru: Við megum, þið ekki. Eftir það sem hefur verið að gerast hér síðustu árin er ekki hægt annað en að hækka laun starfstétta eins og lögreglumanna, fóstra, hjúkrunarfólks og kennara verulega.
Þess vegna gæti stefnt í átök á vinnumarkaði. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu ríkisstjórn með Samfylkinguna innanborðs tekur til þeirra.