Bæjarfulltrúi í Kópavogi er ókátur vegna lítillar færslu sem ég skrifaði um ljótleika Kópavogs.
Mér sýnist helst að hann sé að segja að ég hafi móðgað Kópavogsbúa svo mikið að þeir eigi ekki að horfa á mig í sjónvarpinu.
En hvað þá með Reykvíkinga?
Ég hef skrifað ótal greinar um hvað Reykjavík er ljót og illa skipulögð.
Hér er brot úr einni grein, hana má lesa í heild sinni með því að smella hérna:
„Afleiðing ljótleikans og hins fráhrindandi umhverfis er hin skelfilega umgengni sem maður sér víða í bænum; fólk ber ekki virðingu fyrir umhverfi sínu vegna þess að það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um það – það höfðar ekki til fegurðarskynsins eða göfgar tilfinningarnar eins og falleg borgarhverfi geta gert. Því er allt í lagi að sóða út og eyðileggja. Þetta er þekkt fyrirbæri; svona hefur til dæmis lengi verið ástandið í hnignandi borgum á Bretlandseyjum.“