fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Vitlaus viðhorf

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. ágúst 2007 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn las ég grein um skólastjóra í erfiðum skóla í austurbænum í London sem náði tökum á skólanum með því að reka þriðjung nemendanna. Þetta gerði hann strax og hann tók við skólastjórastarfinu. Óþægu nemendunum var svo hleypt aftur í skólann smátt og smátt ef þeir bættu ráð sitt.

Afleiðingin var sú að þeir nemendur sem eftir voru í skólanum gátu lært í friði fyrir áreiti og kúgun óspektaliðisins. Þeir tóku stórkostlegum framförum. Kennarar fengu frið til að kenna. Ástandið á göngunum batnaði. Um leið fengu foreldrarnir aukna virðingu fyrir skólanum. Áður hafði mæting á foreldrafundi verið afar léleg – nú fóru foreldrarnir að mæta og sýna námi barna sinna áhuga. Skólinn sem hafði verið einn sá lakasti í Bretlandi fór að sýna betri árangur.

Aðaltilgangur skólastarfs er að hjálpa þeim að læra sem vilja læra. Það er aukaatriði að reyna að bjarga hinum. Það á ekki alltaf að miða við lægsta samnefnara. Þessi hérna umræða er dæmi um vitlaus viðhorf í skólamálum. Við eigum að hugsa vel um þá sem minna mega sín en eilíft dekur við aumingjaskap og afbrot er della.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?