Drukknir prestar eru erkitýpur í bókmenntunum, samanber Messuna á Mosfelli eftir Einar Ben og fræga vísu eftir Bólu-Hjálmar:
Aumt er að sjá í einni lest
áhaldsgögnin slitin flest,
dapra konu og drukkinn prest
drembinn þræl og meiddan hest.
Halldór Laxness skrifaði um prest sem gerði við prímusa og alls kyns vélar.
En hvað á að segja um prest sem selur Herbalife?
Er hér kannski um að ræða prest sem er meira í ætt við Séra Sigvalda?