fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Nokkrir dónar

Egill Helgason
Föstudaginn 17. ágúst 2007 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

_412516_otoole_coach150.jpg

Dálkahöfundurinn Jeffrey Bernard gerði Norman, dónalegasta kráareiganda Lundúna, ódauðlegan í pistlum sínum í Spectator. Um þá félagana var líka fjallað í leikritinu Jeffrey Bernard is Unwell þar sem Peter O’Toole lék aðalhlutverkið.

Norman starfaði á kránni Coach & Horses í Soho. Hann gaf reyndar sjálfur út endurminningar sínar undir nafninu You´re Barred, You Bastards. Þegar Norman var hylltur er hann lét af störfum fyrir nokkrum árum tímdi hann ekki einu sinni að bjóða fastagestum sínum upp á bjór.

Nú virðist vera komin upp keppni um hver sé dónalegasti hótelhaldari í Reykjavík.

Eigandi gistiheimilisins Adams við Skólavörðustíg kemur sterkur inn. Hann lét gesti sína ekki vita að búið væri að aflýsa skoðunarferð sem þeir ætluðu í. Hann horfði reyndar á þá út um gluggann þar sem þeir biðu, en aðhafðist ekki vegna þess að hann var ekki í vinnunni.

Eigandi Atlantis hótels við Grensásveg kemur líka til álita. Hann er grófur í tali, reynir að snuða fólk og ásakar það um að hafa valdið skemmdum sem það kannast ekkert við. Sérstaklega þurfa Bandaríkjamenn að gæta sín á honum.

Svo er það frásögnin af lífinu á Top CityLine Grand Hotel Reykjavik sem er eins og úr góðri grínmynd. Þar var gestum seld gisting í herbergjum sem ekki voru tilbúin fremur en hótelið sjálft eða starfsfólkið – minnir á kvikmyndina Playtime eftir Tati og reyndar líka snilldarverkið Carry On Abroad.

008a.jpg

Það er sígild fyndni þegar fólk kemur á hótel og það er maður að bora í næsta herbergi eða flísar sem detta úr loftinu og hjá starfsfólkinu er allt í pati.

En þegar maður rennir yfir listann á Tripadvisor finnst manni eins og hótelin í höfuðborg Íslands séu ekkert sérstök, kannski bara dýr og léleg.

Hvar er lúxusinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur