fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Tré Íhaldsins verður blátt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. ágúst 2007 06:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

conservlogoes0808_468×185.jpg

Fjölmiðlar í Bretlandi eru að mana Gordon Brown upp í að halda kosningar í haust. Nýjar skoðanakannanir sýna að forskot Verkamannaflokksins á Íhaldið hefur ekki verið meira síðan fyrir Íraksstríð – eða allt að tíu prósentustig.

En Brown þykir varkár maður þannig að ekki er víst að hann hlíti þessum ráðum. Kjörtímabil stjórnar hans rennur ekki út fyrr en 2010. Þegar kosið var árið 2005 var lýðum gert ljóst að Brown myndi taka við af Blair – þannig að í raun má segja að hann hafi fullt umboð til að stjórna landinu.

Tímasetningin virðist samt vera heppileg. Íhaldsflokkurinn naut nokkurrar velgengni eftir að David Cameron tók við. Nú eru góðu dagarnir búnir. Það er sótt að Cameron úr öllum áttum. Honum er fundið það til foráttu að hann sé gamall Etondrengur, hann er sagður vera meiri blairisti en Blair sjálfur, hann er vændur um að vera ekkert annað en ímynd án innistæðu, gamlir íhaldsmenn þola ekki áherslu hans á græn málefni og aðra nútímavæðingu sem sveitin kringum Cameron telur nauðsynlega.

Cameron var búinn að gera eikartré með grænum greinum að merki Íhaldsflokksins. Það vakti lítinn fögnuð hjá gamla liðinu í flokknum. Það er dæmigert fyrir vandræðaganginn að nú er búið að breyta merkinu – greinar trésins eru orðnar bláar.

Í síðustu viku birtust í fjölmiðlum hlutar úr skýrslu sem John Redwood, einn af foringjum Íhaldsflokksins, hefur tekið saman um samkeppnishæfni í efnahagslífinu. Boðskapurinn er meiri einkavæðing, skattalækkanir, lengri vinnutími og andúð á Evrópu – hlutir sem er nær öruggt að breskir kjósendur kæra sig ekki um.

Polly Toynbee segir í Guardian að Cameron eigi eftir að sjá eftir því að hafa hleypt þessu nýíhaldssama fornaldardýri úr búrinu. Hinir tryggu flokksmenn í kringum Daily Telegraph og Daily Mail fagna reyndar, en þeir eiga hvort sem er erfitt með að umbera Cameron og hin mjúku gildi sem hann hefur lagt áherslu á.

Þannig bendir margt til þess að Cameron reynist enn einn mislukkaður formaður Íhaldsins þrátt fyrir byrjun sem lofaði góðu – að hann fari í röðina með skörungum á borð við William Hague, Ian Duncan-Smith og Michael Howard.

Stjórnmálaskýrendur virðast vera á því máli að eina von hans felist í því að Gordon Brown geri alvarleg mistök – sem er ekki líklegt – eða að það verði efnahagshrun eða þaðan af verra. Það er ekki góð staða að vera í fyrir stjórnmálamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“