Nú sé ég að Rammaskalli er dáinn í hárri elli.
Hann þótti einhver fyndnasti maður á Íslandi, sonur Árna prófasts, þess eina og sanna sem Þórbergur skrifaði um – faðir snillinganna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona.
Einhver góður blaðamaður þyrfti að taka sig til og skrifa um þennan mann og innrömmunarverkstæðið hans í Bergstaðastrætinu. Það var stórbrotin menningarstofnun.