Mogginn getur ekki hætt að kvarta undan því að Ingibjörg Sólrún skuli hafa farið til Miðausturlanda – að skipta sér af einhverju sem okkur kemur ekki við.
Að vísu er hafið undarlegt sáttaferli í Staksteinum sem felst í því að bjóða hingað sinfóníuhljómsveit ungmenna frá Ísrael og Palestínu undir stjórn meistara Daníels Barenboim. Það gæti orðið nokkuð dýr sátt.
Morgunblaðið var í áratugi blað sem var með erlendar fréttir á forsíðunni. Skilaboðin voru þau að það sem gerðist úti í hinum stóra heimi hefði meira vægi en það sem gerðist hér í fámenninu. Það þurfti eitthvað verulega stórt að gerast á Íslandi til að komast á forsíðu Moggans – eldgos, landhelgisstríð, kosningasigur Sjálfstæðisflokksins.
En nú hefur þetta breyst og Mogginn er orðinn heimóttarlegur.