Það er mikið verið að vitna í grein eftir Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnmálafræði, sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
Í greininni segir:
„Samkvæmt skýrslu Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er mansal til Íslands í miðlungi algengt á heimsvísu.“
En á öðrum stað í greininni segir að umfang mansals á Íslandi hafi ekki verið rannsakað.
Hvaðan koma þá upplýsingar téðrar skrifstofu Sameinuðu þjóðanna? Hefur hún verið með sjálfstæða upplýsingaöflun um slíka glæpastarfsemi á Íslandi?
Í greininni segir ennfremur:
„Þó er ljóst að bæði er flutt inn vinnuafl til starfa langt undir töxtum og konur fluttar inn til starfa í kynlífsiðnaðinum.“
Erum við þá að tala um mansal – eða kannski arðrán?
Og:
Finnst fólki líklegt að þetta sé mikið vandamál hjá þjóð þar sem starfar einn nektardansstaður og vændi er svo mikið samfélagslegt tabú að það kemur í blöðin daginn eftir ef einhver reynir að selja sig?