Hundurinn Lúkas er absolútt fréttamál ársins á Íslandi. Ég skil reyndar ekki að þetta skuli ekki vera löngu komið í heimsfréttirnar. Reuters sefur á verðinum.
Hvernig ætli fólkinu líði sem fór á minningarathafnir um Lúkas víða um land – kveikti jafnvel á kertum í minningu hans?
Skyldi það kannski vona að komi ofboðslegar hamfarir síðari hluta ársins – svo það verði ekki í aðalhlutverki í fréttaannálnum á gamlárskvöld? Það er eina von þess.
Og nú er rakkinn fundinn. Hann hafði lagst út í Hlíðarfjalli. Vildi ekki vera hjá eiganda sínum lengur.
Nema hann hafi verið eins og hundurinn Aumi í Vetrarundri í Múmíndal sem þráði að fá að vera með úlfum.