Mig dreymdi að ég var byrjaður aftur í MR þaðan sem ég droppaði út. Var í fjórða bekk – samt fullorðinn. Var staddur í íslenskuprófi. Prófdómari var Agnes Bragadóttir. Skildi ekki spurningarnar, fannst þær ekki meika sens. Kvartaði sáran við Agnesi. Endaði með því að ég henti prófblaðinu í hana og gekk út. Hún sagðist ekki geta neitt að þessu gert. Hún væri bara í vinnunni.
Álengdar sat Illugi og virtist ganga ágætlega í prófinu. Með sjálfsánægt glott á vörunum.
Þegar ég kom út gekk ég yfir Tjarnarbrúna. Þar rakst ég á feðgana Reyni Traustason og Jón Trausta. Paníkeraði því ég hélt að þeir ætluðu að fara að skrifa um þetta í eitthvert blað. Varð rólegri þegar þeir fullvissuðu mig um að þeir væru bara að minna mig á að skila inn grein í Ísafold.
Þá vaknaði ég.