fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Þegar sjoppuhangsið var bannað

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. júlí 2007 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum þegar ég var að alast upp var ekki vel séð að fólk safnaðist of mikið saman í Reykjavík. Ég var að rifja það upp – og varð hálf undrandi sjálfur – þegar sjoppuhangsið þótti keyra um þverbak á árunum í kringum 1970.

Þá tóku borgaryfirvöld sig til og bönnuðu að sjoppur seldu varning sinn innandyra. Allt varð að selja í gegnum lúgu. Fyrir utan lúguna hímdu viðskiptavinirnir í öllum veðrum.

Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú að þörf borgaranna fyrir félagsskap þótti hafa keyrt um þverbak. Þeir söfnuðust saman í sjoppunum, maltþambandi gamalmenni, unglingar með kókosbollur, börn að eyða vasapeningunum sínum.

Í sjoppunum fengust líka tímarit sem voru hættuleg siðferðisvitundinni. Satt, Sannar sögur, Tígulgosinn, Glaumgosinn. Þau tvö síðastnefndu voru klámblöð. Myndirnar voru reyndar ekk sérlega dónalegar nema klippimyndin aftast; ef maður klippti hana út og límdi saman á réttan hátt mátti sjá beran kvenmann.

Á þessum árum voru engar krár eða barir, fólkið gat safnast saman á þartilgerðum veitingahúsum um helgar að því tilskildu að það væri komið inn um dyrnar fyrir miðnætti – eftir 23.30 fékk enginn að koma inn. Almennt var afstaða stjórnvalda sú að fólk ætti að vera heima hjá sér.

Það er rétt að taka fram að Ísland var ekki kommúnistaríki á þessum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“