fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Skokkandi Frakklandsforseti

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júlí 2007 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar eru smátt og smátt að komast í eðlilegt samband við forseta sinn, Nicolas Sarkozy. Hveitibrauðsdögum hans fer brátt að ljúka. Fjölmiðlar á Vesturlöndum eru líka að komast að því að hann er enginn frjálshyggjumaður í anda Thatchers eða Reagans, heldur gæti hann þess vegna verið gamaldags gaullisti.

Innan Evrópusambandsins hafa menn áhyggjur af því að hann ætli að brjóta þau höft sem hafa verið sett á ríkisbúskap aðildarþjóðanna – að hann ætli að auka fjárlagahallann umfram það sem heimilt er. Slíkt vekur skelfingu í Brussel og Berlín.
jog.jpg
En svo eru það áhyggjuefni sem skipta meira máli. Eitt er það að Sarkozy skuli skokka. Frökkum finnst það ekki nógu gott. Að skokka er andlaust streð, alltof auðvaldslegt – það eru Bandaríkjaforsetar sem stunda skokk.

Catherine Bennett skrifar lærða grein um hvaða íþróttir þjóðhöfðingjar geta stundað í Guardian. Hún segir að golf sé alltof óumhverfisvænt, fyrir utan hvað það sé einstaklega leiðinlegt og klæðnaðurinn hræðilegur.

Krikkett kemur varla til greina, leikurinn getur staðið í fimm daga og þá er ekki einu sinni víst að fáist úrslit. Það eru heldur ekki meðmæli að John Major er mikill áhugamaður um krikkett.

Bennett bendir á að nær væri að Frakklandsforseti stundaði hjólreiðar eins og í Tour de France. Þá gæti hann líka svitnað í þröngum búningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?