fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Barátta um hafnir og skóga í Grikklandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júlí 2007 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

nax.jpg

Á Naxos hafa verið miklar deilur um nýja ferjuhöfn. Þrjátíu manna hópur af eyjunni tók saman mikla greinargerð, fimm hundruð blaðsíður, þar sem höfninni var mótmælt. Málið fór alla leið fyrir hæstarétt Grikklands. Þar var bara ein athugasemd tekin til greina. Það hafði ekki verið farið eftir Evrópulögum um umhverfismat og kynningu framkvæmdanna.

Því var lagt blátt bann við þeim.

Íbúar eyjarinnar fóru í mikla mótmælagöngu. Þeir vilja upp til hópa fá höfnina. Hún verður þó ekki byggð í bráð. Við sem komum þarna oft viljum auðvitað ekki sjá neina höfn. Það er alveg nógu mikið af fólki. Helst viljum við að komi sem fæstir bátar. En Naxosbúa dreymir um að fá stór skemmtiferðaskip eins og á Mykonos og Santorini. Sjá í hillingum að þeir muni græða óskaplega á þessu.

Það kann að vera. En um leið mun eyjan og samfélagið skaðast. Ekkert er leiðinlegra en hjarðir farþega af skemmtiferðaskipum sem troðast um þröngar götur í smábæjum. Þetta breytir líka viðmóti hinna innfæddu. Þeir fara að líta á aðkomufólk sem hverja aðra tekjulind sem þarf að pumpa eins og framast er unnt. Hætta að sjá andlitin á því.

Maður er hræddur um að hin fræga gestrisni – philoxenia – spillist.

Víðar er deilt um umhverfismál í Grikklandi. Í hitum undanfarinna vikna hafa geisað miklir skógareldar. Grunur leikur á að þeir hafi verið kveiktir af ásettu ráði til að ryðja land undir byggingar. Karamanlis forsætisráðherra lýsir því yfir að þar sem var skógur verði aftur plantað skógi. Blöðin hérna virðast trúa þessu mátulega, en á öðrum stað las ég að þessi yfirlýsing væri eiginlega ekki fréttnæm, það ætti ekki að þurfa að taka þetta fram:

Í lögum stæði nefnilega að ekki mætti ganga frekar á skóglendið í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“