Píranafiskar – sem reyndar eru kallaðir píreneafiskar í minni fjölskyldu – þykja grimmar skepnur þar sem þeir ráðast á bráð sína í stórum hópum, éta af henni allt hold á augabragði. Enda eru þessi kvikindi varla neitt nema tennurnar.
En nú sýna vísindarannsóknir að það er misskilningur að píranafiskar séu grimmir. Þeir þjást bara af djúprættu öryggisleysi.
Maður syndir í Amazon-fljóti.
Flokkur píranafiska kemur til að éta mann.
„Ég skil, ég skil, þið eruð ekki vondir, þið eruð bara svona óöruggir! Reynið að slaka á!“
Glúbb. Glúbb.