fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Brown flýgur hátt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. júlí 2007 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

cabinet-3-july_200.jpg

Gordon Brown er miklu harðskeyttari en íhaldsmenn héldu. Þeir álitu að það yrði miklu auðveldara að eiga við hann en Blair – kannski af því þeir voru orðnir svo vanir að tapa fyrir Blair. En Brown flýgur upp í næstum fjörutíu prósent í skoðanakönnunum – það er miklu meira en kjörfylgi Verkamannaflokksins. Hann virkar traustur og öruggur – þótti höndla það mjög vel þegar hryðjuverkatilræðin voru gerð aðeins rúmum sólarhring eftir að hann tók við.

Það er jafnvel talað um að Brown muni boða kosningar áður en formlegu kjörtímabili lýkur.

Ráðherrar í stjórn hans virðast líka glaðir. Á ríkisstjórnarfundum með Blair voru ekki leyfð skoðanaskipti, ráðherrar fluttu skýrslur um sinn málaflokk og svo var yfirleitt klappað fyrir þeim. Þetta var nokkuð í anda þess sem heitir „pepp“ á vondri íslensku.

Á fyrsta ríkisstjórnarfundinum undir forsæti Browns voru þvert á móti lífleg og uppbyggileg skoðanaskipti. Hann virðist ætla að hlusta á fólk ólíkt Blair sem var sífellt að prédíka. Hann er líka sagður ætla að minnka völd forsætisráðherrans.

Annar styrkur Browns er að hann stendur miklu nær grasrótinni í Verkamannaflokknum en Blair – sem merkilegt nokk, þrátt fyrir að hann sé sigursælasti leiðtogi flokksins frá upphafi, var alltaf eins og aðkomumaður.

Íhaldsflokkurinn þarf að hafa áhyggjur af þessu. David Cameron kemur vel fyrir, en innistæðan hjá honum virðist ekki vera sérstaklega stór. Menn Camerons segja að hann ætli að halda áfram að reyna að vinna miðjuna. En kannski verður hann þegar upp er staðið enn eitt fórnarlamb blairismans – Cameron virðist nefnilega ekki hafa upp á neitt annað að bjóða en meiri blairisma.

Og það sem er kannski alvarlegast – það er eins og að bæði pressan og kjósendur séu um það bil að fá leið á honum. Það veit ekki á gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“