fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Íslamistinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. júlí 2007 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður kvíðir dálítið fyrir að koma til London. Þangað förum við 12. júlí. Kona mín er enn með íbúð í West End. Nú er búið að setja bann við að keyra bíla nálægt flugstöðvum, biðraðirnar lengjast, sem fyrr þurfa flugfarþegar að klæða sig úr skónum, það er leitað á öllum – líka gömlum konum sem allir vita að munu ekki sprengja neinn í loft upp.

Opinberlega má víst ekki „prófílera“ þá sem eru líklegir til að fremja hryðjuverk. Eitt skal yfir alla ganga.

Allt þetta hefur varla mikla þýðingu. Það er fyrst og fremst leyniþjónustustarfsemi sem kemur í veg fyrir að fleiri hryðjuverk verði framin. Þar er ekki verið að eltast við gamlar konur, heldur unga karlmenn sem eru upprunnir í löndum þar sem íslamstrú ræður ríkjum.

Svo er auðvitað það sem er mikilvægast: Að múslimar reyni að uppræta bölið í sínum eigin röðum. Ný bók sem heitir The Islamist fjallar um þetta. Hún er eftir kornungan mann, Ed Husain, sem ánetjaðist öfgasinnaðum íslamistum gegn islamist.jpg

vilja foreldra sinna sem eru hófsamt trúfólk, fór í trúarskóla til Saudi-Arabíu en sá þá villu síns vegar.

Husain, sem er ættaður frá Bangla Desh, segir að múslimar í Bretlandi verði að hætta að kóa með öfgamönnum. Það verði að gera greinarmun á íslam sem sé trú og íslamisma sem sé hættuleg pólitísk hreyfing.

Annars horfi menn á eftir glataðri kynslóð ungra íslamskra karlmanna í ginið á ófreskjunni. Fyrir utan konurnar sem þeir vilja hylja frá toppi til táar með ljótum svörtum kufli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?