fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Sakamálasögur

Egill Helgason
Föstudaginn 6. júlí 2007 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekkert ofsalega mikið fyrir sakamálasögur. Les fáa en valda höfunda í þeim geira. Nú er ég glaður því þrír uppáhaldshöfundar mínar á þessu sviði eru að gefa út nýjar bækur.

Síðasta bókin um Aurelio Zen eftir Michael Dibdin kemur út á næstu dögum. Hún heitir víst End Games. Viðeigandi titill því Dibdin lést í vor.

Martin Cruz Smith hefur skrifað nýja bók um lögreglumanninn Arkadí Renko sem starfar í Mosku. Titillinn lofar góðu – hún heitir Stalin´s Ghost.

Svo er það Philip Kerr. Hann er ekki ýkja þekktur, en fyrir næstum tuttugu árum skrifaði hann röð þriggja bóka um lögreglumanninn Bernie Gunther. Gunther starfar í Berlín á tíma Þriðja ríkisins. Nú hefur Kerr skrifað fjórðu bókina um hann. Hún gerist stuttu eftir stríðið og fjallar náttúrlega um samsæri nasista sem eru ekki dauðir úr öllum æðum…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?