fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Afmæli Kims, Evróvisjón, maður í ræktinni, spjótkast

Egill Helgason
Laugardaginn 17. febrúar 2007 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-il, hinn mikli leiðtogi Norður-Kóreu, varð sextíu og fimm ára í vikunni. Erfitt að trúa því. Það er bara eins og séu örfá ár síðan hann var ungur maður við fótskör föður síns, Kims Il Sung. Kóreumenn álitu hann líka mikinn leiðtoga. Hann er enn kallaður "faðir þjóðarinnar".

Norður-Kóreumenn hafa yfirleitt fengið aukaskammt af mat á afmæli Kims.

Guardian birti af þessu tilefni myndasyrpu frá Kóreu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa henni. Algjörlega fjarstæðukennt eru orð sem koma upp í hugann – totally unreal. Sjáið generálana með medalíur eins og jólatré.

Maður þyrfti eiginlega að komast til Norður-Kóreu áður en þetta hrynur allt. Verst er að enginn fær að fara þangað ef leikur grunur á að hann hafi komið nálægt blaðamennsku. Þó minnir mig að Agnes Bragadóttir hafi eitt sinn farið til Norður-Kóreu.

— — —

Það var óvæntur glaðningur fyrir okkur Kára þegar rúmenski söngvarinn Mihail Traistariu birtist óvænt í Evróvisjón keppninni. Lag hans Tornero var óhemju vinsælt í Grikklandi í sumar – sérstaklega hjá Kára sem dansaði hálfnakinn á strandbörum við tóna þess.

Um annað í Evróvisjón er best að hafa sem fæst orð. Þegar frændi minn einn var orðinn gamall sagðist hann ekki lengur geta heyrt skrækar kvenraddir. Ég veit ekki hvort það sama er að gerast með mig – en einhvern veginn heyrði ég ekki orð sem kynnir keppninnar sagði. Bara eitthvað suð. Er þetta spurning um tíðnisvið eða karlrembu? Kannski kominn tími á heyrnartæki?

— — —

Í líkamsræktina sem ég fer í nokkrum sinnum í viku – já, það er satt – kemur líka hávaxinn ljóshærður maður sem lítur svolítið út eins og Reinhard Heydrich. Það kæmi ekki að sök – ekki getur maðurinn að þessu gert- ef skoðanir hans væru ekki svolítið i anda Heydrichs.

Ég er í hálfgerðum vandræðum með þetta, því í hvert skipti sem maðurinn nær augnkontakt við mig segir hann:

"Ísland fyrir Íslendinga!"

Ég spurði hann um daginn hvort hann ætlaði að kjósa Frjálslynda flokkinn, en honum fannst þeir greinilega frekar linir.

— — —

Ég var að reyna að skýra frjálsar íþróttir út fyrir Kára.

Sagði honum að ein grein þeirra fælist í að henda spjóti.

"Spjóti í hverja?" spurði barnið.

— — —

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út