Fordómar er orð sem er geysilega mikið ofnotað. Maður er ekki sammála túleysingjum, þá er maður fordómafullur. Maður gagnrýnir Ísrael, maður er fordómafullur. Maður er ekki sammála þeim sem vilja ritskoða skopmyndir, þá er maður fordómafullur gegn múslimum. Einu sinni man ég að var haldin ráðstefna í Háskólanum undir yfirskriftinni Fordómar gegn femínisma. Í orðanna hljóðann lá að allir sem eru ekki á bandi femínista séu fordómafullir.
Þeir sem eru ekki sammála manni eru yfirleitt ekkert fordómafullir. Þeir hafa bara aðra skoðun.
— — —