fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þórunn: „Ferja eða flugvél hefði bjargað lífi þessa litla drengs“

Auður Ösp
Laugardaginn 23. janúar 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Ólafsdóttir hefur um nokkurt skeið starfað sem sjálfboðaliði í móttöku flóttafólks á Lesbos þar sem hún hefur oftar en einu sinni orðið vitni að skelfilegum raunum flóttamanna. Það var á dögunum sem hún heyrði af skelfilegri lífsreynslu ungs pars sem hafði neyðst til að flýja stríðið í heimalandi sínu og segir hún að saga þeirra sitji enn í sér.

Þórunn tjáir sig um málið í fæslu á fésbókarsíðu sinni. „Það var þungi yfir höfninni í Molivos þegar okkur bar að garði. Ungt par sat í horni veitingastaðarins, innvafið í teppi merkt flóttamannastofnun sameinuðu þjóðanna, og grét sárt. Kannski voru þau í skjokki. Þeim var augljóslega kalt. Égg var ekki viss, en það lá samt í loftinu.“

Í ljós kom að parið átti skelfilega sögu að baki. „Þegar fólk neyðist til að leggja á úfið hafið á gúmmítuðru í frostgráðum og drunga, í tilraun til að bjarga lífi sínu, þá er ekki alltaf víst að allir skili sér. Í þetta sinn var það litli drengurinn þeirra sem hafið tók. Hvernig á svona lítill líkami svo sem að höndla allan þennan kulda? Ég var sjálf klædd í fimm lög af þurrum, hlýjum útivistarfatnaði og vel einangruð af náttúrunnar hendi en skalf af kulda, bæði á líkama og sál.“

Þórunn segir augljóst að það voru ekki sprengjur eða hungursneyð sem hrifsuðu barnið þeirra frá þeim á þennan skelfilega hátt heldur ráðamenn í Evrópu og aðgerðaleysi þeirra gagnvart myrkaverkamönnum í Sýrlandi. „Þessi litli drengur er bara einn af mörgum sem fallið hafa í valinn síðustu daga. Og enn dettur ráðamönnum ekki annað í hug en að gera hvað þeir geta til að hindra fólk í að flýja stríðið. Kannski er það þægilegra fyrir þá að fólk verði fyrir sprengju en að það drukkni eða frjósi í hel á evrópskri grundu.“

„Síðan eru liðnir tveir dagar og þetta unga par er fast í huga mér. Hvað ætli verði um þau? Hafa þau styrk til að halda áfram án barnsins síns, sem þau þurftu að grafa í yfirfullum grafreit á ókunnugri evrópskri eyju? Ætli þau hafi þurft að sofa utandyra? Barnafólk gengur alls staðar fyrir þegar kemur að húsaskjóli og nú eru þau í flokknum „barnlaust par“. Fá þau hæli? Passar einhver upp á þau?,“ heldur Þórunn áfram en hún segist ekki eigna von á því að fá nokkurn tímann svör við spurningum sínum.

Það má aldrei verða þægilegt fyrir ráðamenn að líta undan. Það þarf þvert á móti að þvinga þá til að horfast í augu við allan þann hrylling, sorg og dauða sem þeir gætu komið í veg fyrir með alvöru aðgerðum. Ferja eða flugvél hefði bjargað lífi þessa litla drengs. Það er nefnilega ekki náttúrulögmál að fólk þurfi að flýja á þennan hættulega hátt – það er pólitísk ákvörðun, tekin af persónum af holdi og blóði. Munum það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024