Þetta er eiginlega hálf sorglegt. Pistlahöfundur uppgötvar að á árinu sem er alveg að verða búið eru liðin 750 ár frá Gamla sáttmála.
Honum finnst leitt að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr, það hefði mátt nota þetta á ýmsa vegu í umræðunni um pólitík samtímans.
Til dæmis með því að kalla samninga við Evrópusambandið Nýja sáttmála.
Það hefði aldeilis auðgað umræðuna ef einhver hefði fattað þetta í tæka tíð.