fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Fríverslunarsamningi við Kína hraðað

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. desember 2012 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að innan utanríkisráðuneytisins sæki menn það nú fast að klára fríverslunarsamning við Kína. Fimmtu lotu samninganna var lokið nú fyrir jólin og í byrjun næsta árs á að halda áfram.

Einhverjum kann að finnast það kyndugt í ljósi þess að á sama tíma eru í gangi samningaviðræður um aðild að Evrópusambandinu.

Það verður forvitnilegt að sjá hver verður niðurstaða þessara viðræðna – ef þær klárast. Markmiðið er auðvitað að auka aðgengi fyrir íslenskar vörur á markaði í Kína. En Kína er náttúrlega langt í burtu og það er spurning hversu mikið er í húfi í því sambandi.

En á móti þurfum við að gefa eftir hvað varðar innflutning frá þessu risaríki, sem getur undirboðið allt og alla á mörkuðum, varðandi kaup Kínverja á jarðnæði á Íslandi, varðandi fjárfestingar þeirra hér – og svo eru auðvitað spurningar sem tengjast því sem er verulega ábótavant í Kína eins og til dæmis réttindum verkafólks, höfundarrétti og ekki síst því að Kína er hvorki réttarríki né lýðræðisríki og venjuleg markaðslögmál eru ekki í gildi þar eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?