fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Er Jón lengur í VG?

Egill Helgason
Föstudaginn 21. desember 2012 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn geta hlaupið út undan sér í ýmsum málum – og flokksagi er auðvitað misjafn.

Þannig kemur ekki sérlega á óvart að Jón Bjarnason skuli standa að áliti um að slíta aðildarviðræðum við ESB í utanríkismálanefnd. Þetta fellur meira að segja vel í kramið hjá sumum í VG. Hjálpar jafnvel flokknum – hann getur þá sýnt tvö andlit í ESB málum.

En fáum dögum síðar situr hann hjá við afgreiðslu fjárlaga. Fjárlög eru langstærsta mál hverrar ríkisstjórnar – á þeim hanga flest önnur mál. Sá stjórnarþingmaður sem ekki greiðir atkvæði með fjárlögum getur í raun ekki talist vera í stjórnarliðinu lengur. Og það er líka spurning með stjórnarflokkinn – það hlýtur að vera álitamál hvort Jón sé lengur í þingliði VG?

Hann er reyndar að fara í prófkjör í kjördæmi sínu – og etur þar kappi við Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem hefur verið dyggur liðsmaður flokksforystunnar. Það verður forvitnilegt að sjá hvern VG-arar í Norðvesturkjördæmi velja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?