Þetta er forsíða nýjasta heftis þýska tímaritsins Der Spiegel.
Það er fjallað um stærstu fjármálastofnun Þýskalands, Deutsche Bank, og segir að hann hafi eyðilagt orðspor sitt.
Þýski hneykslisbankinn er hann nefndur í greininni.
Þess má geta að það var Deutsche Bank sem lánaði hinum trylltu íslensku fjármálamönnum hvað mest fé á árunum fyrir hrun.
Hér má lesa enska útgáfu af forsíðugreininni í Der Spiegel. Það eru margháttuð hneykslismál sem Deutsche Bank er flæktur í og lögregluyfirvöld hafa látið til skarar skríða gegn gegn bankanum. Sérstakur saksóknari á Íslandi er ekki alveg einn á báti – það má kannski fremur segja að við höfum gengið á undan með góðu fordæmi í því að rannsaka fjármálaglæpi.