fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ofsóknaræði stórveldis og íslenskar hafnir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. desember 2012 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Eimskipafélagsins eru mjög æstir vegna öryggisgæslu í íslenskum höfnum – í Fréttablaðinu í dag segir forstjóri félagsins að við verðum sett í flokk með Sýrlendingum ef ekki verður bætt þarna úr.

Ástæðan er sögð vera óánægja bandarískra yfirvalda – þá væntanlega svokallaðs heimavarnaráðuneytis – með að einn og einn laumufarþegi hefur reynt að komast frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Kannski verður að breyta þessu vegna óbilgjarnra krafa stórveldisins. En í leiðinni væri ágætt að benda bandarískum yfirvöldum á ofsóknaræðið sem liggur að baki þessu og allir skynja sem fara til Bandaríkjanna eða eiga samskipti við þau.

Það eru liðin meira en ellefu ár frá 11/9 – hversu margir Bandaríkjamenn hafa farist í hryðjuverkum síðan þá?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?