Forráðamenn Eimskipafélagsins eru mjög æstir vegna öryggisgæslu í íslenskum höfnum – í Fréttablaðinu í dag segir forstjóri félagsins að við verðum sett í flokk með Sýrlendingum ef ekki verður bætt þarna úr.
Ástæðan er sögð vera óánægja bandarískra yfirvalda – þá væntanlega svokallaðs heimavarnaráðuneytis – með að einn og einn laumufarþegi hefur reynt að komast frá Íslandi til Bandaríkjanna.
Kannski verður að breyta þessu vegna óbilgjarnra krafa stórveldisins. En í leiðinni væri ágætt að benda bandarískum yfirvöldum á ofsóknaræðið sem liggur að baki þessu og allir skynja sem fara til Bandaríkjanna eða eiga samskipti við þau.
Það eru liðin meira en ellefu ár frá 11/9 – hversu margir Bandaríkjamenn hafa farist í hryðjuverkum síðan þá?