Varaþingmaður kvartan undan því að Jesús Kristur hafi verið dreginn inn í baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá – af presti sem flutti útvarpsmessu. Til að fá þessa niðurstöðu þurfti að safna saman upplýsingar um útvarpsmessur í mörg ár.
En Jesú hefur verið dreginn inn í ýmislegt. Hann varð á sínum tíma partur af valdastrúktúr Rómarveldis – því var síðan fram haldið bæði í Róm og Konstantínópel. Hann var dreginn inn í krossferðir sem sumar voru býsna blóðugar. Líkneskjur af honum voru dregnar út um allan heim á tíma landvinninga Evrópumanna í Afríku og Ameríku. Hann hefur verið notaður til að blessa heri í styrjöldum – blóðbaðið í fyrri heimstyrjöld var til dæmis margblessað í nafni kristindómsins.
Kristur er notaður af hægri mönnum í Bandaríkjunum, í Norður-Evrópu virkar hann eilítið vinstri sinnaðri. Kirkjan í Skandinavíu virkar nokkuð félagslega sinnuð – en í gamla daga var hún rakið íhald. En svo eru til söfnuðir sem hafa aðra sýn – eins og til dæmis predíkarinn sem skrifaði að Kristur væri ekki fylgjandi því að Íslendingar gengju inn í ríki „Evrópusocialisma“.
Svona er Kristur dreginn inn í ýmislegt. Og það er spurning hvort hann hefur nokkuð velþóknun á stjórnarskránni eins og varaþingmaðurinn telur að presturinn hafi sagt?