Þetta er gamla Reykjavík. Fólk stendur í biðröð rétt fyrir jól í porti Ölgerðar Egils Skallagrímssonar sem þá var við Rauðarárstíg. Það er að kaupa jólaöl í lítratali og hefur meðferðis stór ílát og brúsa til að fylla á.
Þetta var fastur liður í jólahaldi margra borgarbúa. Hann lagðist af fyrir löngu – nú kaupir maður jólaölið í stórmörkuðum eins og aðra vöru.
Ég man að Eggert Þór Berharðsson, síðar sagnfræðingur, var einn þeirra sem afgreiddu jólaölið, maður fór inn á lítinn kontór og borgaði, fékk kvittun – fór svo í lítið skot þar sem jólaölinu var dælt úr slöngu beint í brúsana.
Þessi mynd er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og birtist í dag á vef Víkurinnar, Sjóminjasafns Reykjavíkur.