fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Þunglyndislega London

Egill Helgason
Laugardaginn 8. desember 2012 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega eru veitt í London verðlaun í ljósmyndakeppni sem nefnist Shit London. Þetta er keppni um að taka sem þunglyndislegar ljósmyndir.

Undirflokkar í keppninni eru Þunglyndislegasta útsýni úr vinnunni, ljótasta byggingin, besta/versta búðarheitið – og besta ljósmyndin.

Ég var að hugsa um þetta þegar ég ók um Reykjavík í gær og sá ótrúlega mörg mótíf sem gætu átt heima í svona keppni. Það væri ekki mikill vandi að koma henni á fót í Reykjavík. Shit Reykjavík.

Ég hugsaði líka að það væri miklu skemmtilegra, sé maður í þannig skapi, að taka myndir af þunglyndislegum hlutum en þeim sem eru fallegir. Fegurðin getur verið svo einhæf.

Hér má sjá sigurvegarana í Shit London frá því í fyrra – margt er verulega þunglyndislegt.

Og hér eru sigurvegararnir þetta árið.

Þetta taldist vera ljótasta bygging í London í Shit London keppninni í fyrra. Höfundur myndarinnar er Louis Thompson. Í myndatexta segir að byggingin, sem nefnist The Colliers Wood Tower og er í Merton-hverfinu, sjúgi í sig ljós, gleði og lífskraft íbúanna í kring. Oft hefur verið lagt til að byggingin verði rifin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?