Ný ríkisstjórn settist að völdum á Íslandi 2009, stjórnin sem átti að taka til eftir hrunið.
Hún setti sér risastór markmið, ætlaði í raun að gerbreyta samfélaginu. Fyrst virtist hún hafa meðbyr til þess.
En svo fóru tregðulögmálin að gera vart við sig. Hagsmunahópar eru afar sterkir í íslensku samfélagi og í raun ríkir mikil íhaldssemi.
Við hikum við að breyta hlutum – jafnvel þótt við vitum að þeir virki ekki. Það er líka sífellt verið að hræða fólk – af ef hróflað sé við einhverju fari allt í hund og kött.
Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með bankana, stjórnarskrána, Alþingi, kvótakerfið.
En samt breytist afar lítið – og líkurnar á að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum minnka með hverjum degi. Hún virkar núorðið eins og fórnarlamb hinna hástemmdu markmiða sem hún setti sjálfri sér.