fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ótrúleg skattaundanskot stórfyrirtækja

Egill Helgason
Mánudaginn 3. desember 2012 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað á að gera við stórfyrirtæki sem mikill fjöldi fólks verslar við en notar öll brögð til að komast hjá því að greiða skatta?

Er það í raun ekki búið að segja samfélaginu stríð á hendur?

Ný skýrsla sem hefur verið gerð fyrir breska þingið leiðir í ljós að stórfyrirtæki á borð við Google, Amazon og Starbucks nota flóknar bókhaldsaðferðir til að forðast skattgreiðslur. Helsta leiðin er að vera með reikningsskil í dóttur- og hiðarfyrirtækjum sem eru staðsett víða um heim – þetta er heldur ekki óþekkt á Íslandi.

Auðvitað er þetta alþjóðlegt vandamál sem þarf að taka miklu fastar á.

Skýrslan hefur vakið mikla reiði í Bretlandi, enda eru háar fjáræðir í húfi – svo ekki sé talað um siðferðishlið málsins. Í henni kemur meðal annars fram að munurinn á því sem breska skattstofan hefur ætlað að fyrirtæki eigi að greiða í skatt og þess sem í rauninni skilar sér eru 32 milljarðar punda. Það er næstum helmingurinn af því sem Bretar eyða í skólamál.

Um þetta má lesa í grein eftir Jackie Ashley í Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum