Í dag var kveikt á Oslóarjólatrénu á Austurvelli. Það þýðir að fram yfir jól verður sæmilega bjart á Austurvelli. Tréð verður varla brennt þetta árið.
En þetta minnir mann á það að völlurinn er skelfing dimmur og óvistlegur. Það er nánast engin lýsing á því og til dæmis er styttan af Jóni Sigurðssyni ekki upplýst.
Í skammdeginu paufast fólk yfir Austurvöll í dimmu– mér er sagt að vegna þessa þyki það heppilegur staður fyrir dópista og aðra sem vilja láta myrkrið geyma sig.
En Austurvöllur er aðaltorg Reykjavíkur, hann á að vera vel hirtur og fallega upplýstur. Borgarstjórn á að líta á það sem sjálfsagðan hlut.
Álfheiður Ingadóttir bloggaði um þetta í nóvember og tók ljósmyndina hér fyrir neðan.