fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Gutti býður sig fram til formanns

Egill Helgason
Föstudaginn 30. nóvember 2012 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjartur Hannesson  – Gutti eins og hann er kallaður – býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Það er aðeins farið að fenna yfir launahækkunina sem hann veitti forstjóra Landspítalans – og var ekki dregin til baka fyrr en eftir mikil mótmæli.

Guðbjartur er velferðarráðherra, eins og það heitir nú, það þýðir að hann er yfir tveimur ríkisstofnunum sem eru í mestum vandræðum: Landspítalanum og Íbúðalanasjóði.

Samt hefur honum í raun tekist að sleppa ágætlega frá þessu. Hann er rósemdarmaður, virkar afar viðfelldinn og vel meinandi. Hann er skáti.

Hann hlýtur að eiga ágæta möguleika að ná kosningu í formannsembættið – víst er að hann mun njóta stuðnings Jóhönnu Sigurðardóttur ef þeir tveir verða í kjöri, hann og Árni Páll.

Formaður er kjörinn á flokksþingi Samfylkingarinnar, þar gæti Guðbjartur átt sitt vísa fylgi  – ef hins vegar er farið út meðal almennra kjósenda er eins líklegt að Árni Páll hafi yfirhöndina.

Eða hvað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins