fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

ESB-aðildin fjarlægist í prófkjörum

Egill Helgason
Mánudaginn 26. nóvember 2012 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem við fáum úrslit úr fleiri prófkjörum og af uppstillingu framboðslista fjarlægist ESB-aðild Íslendinga. Ef erfitt er að koma henni í gegnum það þing sem nú situr, þá verður það nánast ómögulegt á næsta þingi.

Á leið út eru Birkir Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttir, þau hafa helst hallast undir Evrópusambandsaðild hjá Framsóknarflokknum, hugsanlega líka Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari úr hreyfingunni.

Björn Valur Gíslason hefur verið einna jákvæðastur VG-ara í garð ESB, hann dettur út – Ögmundur heldur áfram. Hefði hann fallið úr fyrsta sæti í Kraganum hefði hann líklega farið í sérframboð, í staðinn er hann áfram sterkt afl inni í flokknum.

Að ógleymdri Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hjá Sjálfstæðisflokknum.

Inn koma ný þingmannsefni eins og bændaforinginn Haraldur Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn  í Norðvesturkjördæmi, Brynjar Níelsson og hugsanlega Sigríður Á. Andersen í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir prófkjörssigurvegarinn mikli, vill ekki ESB, ef maður skilur rétt.

Í Reykjavík bendir allt til að Framsókn stilli upp Vigdísi Hauksdóttur í fyrsta sæti öðru kjördæminu og Frosta Sigurjónssyni í hinu, þau eru bæði eindregið á móti aðild. ESB-andstaðan hefur sigrað í Framsóknarflokknum.

Þetta er í raun bara einföld hausatalning, óhjákvæmilegt virðist að fylgi við ESB-umsóknina minnki verulega á næsta þingi – og bætist við háværir andstæðingar hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins