fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Balkanísering Evrópu – og Evrópusambandið

Egill Helgason
Laugardaginn 24. nóvember 2012 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem nú er rætt er svokölluð balkanísering Evrópu. Að þróunin verði í þá átt að álfan fari að brotna upp í smáríki. Þetta er það sem gerðist í Júgóslavíu eftir fall kommúnismans – þar eru nú fimm ríki þar sem áður var eitt.

Það er einkum á þremur stöðum sem þetta gæti gerst, í Katalóníu er sterk sjálfstæðishreyfing sem vill rífa sig burt frá Spáni, sjálfstæðissinnaðir Skotar vilja burt úr sambandinu við England og í Belgíu vilja Flæmingjar komast úr bandalaginu við Vallóna, hina frönskumælandi íbúa.

Þessa helgi eru augu manna á Katalóníu þar sem fara fram þingkosningar sem kunna að vera upphafið að sjálfstæðissókn Katalana. Þeir telja sig fara illa út úr sambandinu við Spán – að þeir væru betur staddir ef þeir sætu einir að ríkidæmi héraðsins. Sjálfstæðishreyfingin er stór og óbilgjörn – ég talaði um daginn við katalónskan blaðamann sem flutti til Madrid vegna þess að honum ofbauð þjóðernisáróðurinn.

Í Skotlandi er pólitískur veruleiki allt annar en á Englandi. Skotar hallast meira til vinstri, Íhaldsflokkurinn er nánast ekki til þar, þeir horfa meira til hinna sósíaldemókratisku Norðurlanda – ríki eins og Bretland þar sem allt hverfist um fjármálamarkaðinn í London er þeim ekki að skapi. Sterkasti flokkurinn í Skotlandi, Skoski þjóðernisflokkurinn, vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins innan tveggja ára.

Flæmingjar í Belgíu telja sig vera sérstaka þjóð í ríki sem er bara uppfinning á landakorti. Flæmski hlutinn er ríkari en sá frönskumælandi, en þeir telja að á sig sé hallað við stjórn ríkisins. Flæmskir sjálfstæðissinnar unnu mikinn sigur í borgarstjórnarkosningum í Antwerpen í október.

Fylgið við þessar sjálfstæðishreyfingar hefur aukist í kreppunni síðustu ár. Í þessum löndum, eins og víðar, er óánægja með efnahagslegan niðurskurð. Til dæmis telja sjálfstæðissinnaðir Katalanar að þeir geti höndlað efnahagsmálin betur en stjórnin í Madrid. Spánn án Katalóníu yrði varla svipur hjá sjón.

Það er svo ákveðin þversögn að þessar sjálfstæðishreyfingar þrífast að sumu leyti vegna Evrópusambandsins – Katalónía, Skotland og Flandur gætu náð sjálfstæði en yrðu um leið partur af stærri heild, Evrópusambandinu. Þau þurfa ekki að óttast að verða smá og einangruð. Óhugsandi væri að meina þeim um aðild – eina spurningin er hvort þessi nýju ríki þyrftu að sækja um upp á nýtt, eða hvort þau gætu haldið áfram eins og áður.

Fjöldaganga sjálfstæðissinna í Katalóníu. Eitt af því sem er rætt er hvað yrði um knattspyrnulið Barcelona, stolt héraðsins, ef Katalónía yrði sjálfstæð. Varla myndi félagið geta keppt í spænskri deild?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur