Samkvæmt þessari grein í Economist eru það Norðurlöndin sem eru lönd tækifæranna.
Þar er hreyfanleiki milli stétta og tekjuhópa mestur – fólk hefur möguleika á að komast áfram óháð efnahag foreldranna.
Þetta er mælt á stiku ójafnra tækifæra sem var þróuð af hagfræðingnum Francisco Ferreira hjá Alþjóðabankanum.
Hreyfanleikinn er minni í Bandaríkjunum en alls staðar í Evrópu, nema í Bretlandi og á Ítalíu.